Skip to content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Og sólskinið ljómaði um bæinn/ First Day of Summer Concert in Kópasker

25/04/2019 @ 16:00 - 18:00 UTC+0

ISk2.000

Söngveisla á Kópaskeri á sumardaginn fyrsta.

Kópaskersmærin Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona kemur fram á tónleikum í skólahúsinu á Kópaskeri á sumardaginn fyrsta ásamt Ágústi Ólafssyni barítón og Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara, en þar munu þau flytja nokkur af sínum uppáhalds lögum.
Íslenska sönglagið verður í stóru hlutverki; lög um vorið, náttúruna og ástina. Einnig verða á efnisskránni norræn og rússnesk sönglög sem og örlítið sýnishorn úr heimi söngleikjanna og óperunnar.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurshópa!

Miðaverð er 2.000 kr. og ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri.
Því miður er ekki unnt að taka við greiðslu með kortum.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Flygilvina 2019, “Áfram skal haldið á sömu braut”, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Tónlistarsjóði.

Details

Date:
25/04/2019
Time:
16:00 - 18:00 UTC+0
Cost:
ISk2.000
Event Category:
Website:
https://www.facebook.com/events/370678920211378/

Venue

Skjálftasetrið Kópaskeri
Kópasker, 670 + Google Map