- This event has passed.
Druslugangan/ Slut Walk
27/07/2019 @ 14:00 - 15:00 UTC+0
Free/ English Below //
Kæru druslur nær og fjær!
Þann 27. júlí klukkan 14:00 verður Druslugangan gengin í níunda sinn frá Hallgrímskirkju!
Og í ár verður hún gengin í fyrsta sinn á Húsavík!
Hist verður hjá sundlauginni kl. 13:00 laugardaginn 27. júli í druslupepp og hefst gangan á slaginu 14:00! Gengið verður að Borgarhólsskóla þar sem verða fluttar ræður og söngatriði frá Lilju Björk, Friðriku Bóel og Margréti Ingu ♥
Varningur verður til sölu á bryggjunni á föstudagskvöldinu og á laugardeginum frá 11-13. Síðan verður varningurinn fluttur að sundlauginni og verður til sölu þar frá 13-14 🙂
Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og skila skömm þolenda þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Gangan hefur stækkað frá ári til árs síðan hún var gengin fyrst árið 2011 og í fyrra gengu hátt í 20.000 manns með okkur.
Druslugangan er okkar. Hún er vopn okkar gegn óréttlæti og ofbeldi. Við sættum okkur ekki við samfélag sem samþykkir kynferðisofbeldi með þögn sinni og aðgerðarleysi, sama hvort við séum þolendur, aðstandendur eða tengjumst göngunni á annan hátt.
Kynferðisofbeldi á sér stað í öllum lögum samfélagsins, þöggun virðist kerfislæg og nauðgunarmenning rótgróin. Við skulum ganga saman Druslugöngu og standa saman gegn kynferðisofbeldi.
Við hvetjum alla til að sýna samstöðu, taka afstöðu, skila skömminni og ganga Druslugönguna með okkur.
Krefjumst breytinga og bætts samfélags!
Ást og drusl ❤️
Elsku druslur
Peppkvöld Druslugöngunnar á Húsavík verður miðvikudaginn 24. júlí kl. 20:00. Við ætlum að hittast, búa til skilti, hlusta á Druslugöngu playlistann og ofpeppast fyrir göngunni. Mæting í Suðurgarð 2 (sama húsnæði og Ísfell er í nema gengið inn gegnt GPG, semsagt nær Kinnarfjöllunum). Ef það verður rigning verður hægt að vera inni, annars stefnum við að því að vera utandyra☀️🌧☂️
Ef þið eigið tóma pappakassa eða annað efni sem er gott að nota í skiltagerð megið þið endilega koma með það, annars verðum við með einhvern efnivið. Við reddum málningunni
Megið mæta með óáfenga og áfenga drykki með ykkur og það verður boðið upp á smá snakk.
Mætum öll og druslumst saman!
————————
Dear sluts!
The ninth Slut-walk will be held on the 27th of july at 14:00. We will walk from Hallgrímskirkja.
For the first time we are also walking in Húsavík!
We will meet by the swimming pool for a Slut-walk party at 1pm (13:00) and the walk itself will start at 2pm (14:00). We will walk towards Borgarhólsskóli (the elementary school) where there will be speeches and music by Lilja Björk, Friðrika Bóel and Margrét Inga ♥
T-shirts and bags with the Slut-walk logo will be sold at the harbour on Friday night and on Saturday from 11am – 13pm. Then it will be moved to the swimming pool and sold there until the walk starts 🙂
The main goal of the Slut-walk is to create a platform for solidarity with survivors of sexual violence and return the shame to where it belongs, with the perpetrator. The walk has grown every year since it was held first in 2011 and last year, almost 20.000 people walked with us.
The Slut-walk is ours. It is our weapon against injustice and violence. We will not accept a society that tolerates sexual violence by staying silent, whether we are survivors, family, friend, or otherwise acquainted with the Slut-walk.
Sexual violence occurs in every layer of society, survivors seem to be systematically silenced, and rape-culture is prevalent. We will Slut-walk together and stand united against sexual violence.
We urge everyone to show solidarity, take a stance and Slut-walk with us.
We demand change and a better society
Love and sluttyness ❤️
🥰
Dear druslur ♥
The DRUSLUPEPP for the Húsavík Slut-walk will be Wednesday July 24th at 8pm (20:00). We are going to hang out, make signs to use in the walk, listen to the Slut-walk playlist we made and get super excited for the Slut-walk. This will be held in Suðurgarður 2 (same house as Ísfell at the harbour except you walk in opposite GPG, closer to the cheeky mountains). If it will rain we can be inside but we plan on being outdoors☀️🌧☂️
If you have empty cardboard boxes or something that will be good to use as a sign please take it with you, we will have some boxes though. We will bring the paint
You can bring alcoholic and non-alcohol drinks with you and there will be snack.
Drusluást