Skip to content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Heilandi Dagar/ Healing Days

25/04/2019 - 28/04/2019

 

1904 Heilandi Dagar 2019

Healing Days are days full of yoga, meditation and chances to find your inner peace.

Heilandi dagar á Húsavík

Heilandi dagar á Húsavík 2019 verða haldnir dagana 25. – 28. apríl næstkomandi

Hægt verður að mæta á staka viðburði yfir dagana eða kaupa passa fyrir alla viðburðina á kr. 12.500.
(Ath að innifalið í passanum er annar af tveimur Yin jógatímum, velja verður á milli þar sem pláss er takmarkað)
 
Fyrir viðburðunum standa:
Huld Hafliðadóttir jógakennari og stofnandi Spirit North, Húsavík,
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur, tónlistarkona og heimildarmyndagerðarkona frá Kaldbak,
Guðrún Birna le Sage, markþjálfi, RIE móðir og stofnandi AhaMoment,
Arnór Sveinsson, jógakennari og stofnandi Yogaræs,
Elín Ásbjarnardóttir Yin jógakennari og söngkona
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari, gongheilari og stofnandi Óms, jóga og gongseturs.
 

Skráning fyrir heildarpassa fer fram hér

 DAGSKRÁ 2019
 
Fimmtudagur 25. apríl kl. 16 – 17
Gongslökun með 8 gongum í Sjóböðunum með Arnbjörgu og Huld. Aðgangseyrir 2500 kr. (greiða þarf sérstaklega í sjóböðin).
Bein skráning á viðburð
 
Föstudagur 26. apríl kl. 17 – 19
Úti-jóga, öndun og kakó með Arnóri Sveinssyni.
Aðgangseyrir 3500 kr.
Bein skráning á viðburð
 
Laugardagur 27. apríl kl. 10 – 12
Máttur athyglinnar & Gló Motion heilræktarkerfið – inngangur með Guðrúnu Birnu le Sage.
Aðgangseyrir 2000 kr.
Bein skráning á viðburð
 
Laugardagur 27. apríl kl. 15 – 17
Yin jóga með Elínu Ásbjarnardóttur.
Aðgangseyrir 2000 kr.
Bein skráning á viðburð
 
Laugardagur 27. apríl kl. 20 – 21
Lifandi möntrusöngur með Hörpu Fönn, Huld, Elínu, Arnóri og Guðrúnu Birnu í sal Hvalasafnsins.
Aðgangseyrir 3500 kr.
Bein skráning á viðburð
 
Sunnudagur 28. apríl. kl. 10 – 12:30
Yin jóga og Jóga Nidra djúpslökun með Elínu og Huld.
 
Tilboð verður á sérstökum heilandi matseðli á Lókal á meðan á Heilandi dögum stendur og heilandi réttum af matseðli á Naustinu og Fosshótel Húsavík.
Við hvetjum gesti til að nýta sér tilboðin og næra sig á heilnæman hátt.

Hlökkum til að njóta með ykkur.

Um Heilandi daga:
Heilandi dagar urðu til vorið 2018 í kjölfar samvinnu nokkurra kvenna. Úr varð nokkurra daga dagskrá þar sem boðið var upp á fjölbreytta tímar af uppbyggjandi jóga, gongslökun, möntruviðburðum og kakóseremóníu á Húsavík fyrir Húsvíkinga og nærsveitunga.

Fyrir viðburðunum stóðu Huld Hafliðadóttir jógakennari frá Húsavík, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur, tónlistarkona og heimildarmyndagerðarkona frá Kaldbak, Harpa Barkardóttir möntrusöngkona og jógakennari, tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira), jógakennarinn og brottflutta Húsavíkurmærin Elín Ásbjarnardóttir og jógakennararnir og eigendur Andagiftar súkkulaðiseturs í Reykjavík: Lára Rúnarsdóttir og Tinna Sverrisdóttir.

Viðburðirnir voru öllum opnir og hægt að mæta á staka viðburði yfir dagana eða kaupa passa fyrir alla viðburðina.

Venue

All around town
Húsavík, Iceland + Google Map