HönnunarÞing/Design thing
October 4 @ 08:00 - October 5 @ 23:30 UTC+0
Öll velkomin á HönnunarÞing / Design Thing sem er hátíð hönnunar og nýsköpunar. Áherslan í ár er á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar og tónlistar. Þetta verður skemmtilegt, fróðlegt og gagnlegt. Í gegnum tóna og tal dagskrárinnar kynnumst við því hvernig spila má á strengi nýsköpunar, þjálfa sköpunarvöðvann og sjá hugmynd verða að veruleika. Svo má líka dansa.
Á dagskránni eru meðal annars bátahönnuður, fjárfestir og stjórnarmanneskja frá Bang & Olufsen, tölvuleikjahönnuður, hugarheimur Skálmaldar, leyndarmál, geimskip, ný íslensk hljóðtækni, frumkvöðlar, forritari, dreki, sjóböð og stórkostlegt tónlistarfólk með uppákomur. Fjölbreyttir þræðir skapandi huga sem búið er að spinna saman í vef HönnunarÞings 2024 á Húsavík.
HönnunarÞing fer fram á Stéttinni dagana 4. – 5. október, hægt er að njóta einstakra dagskrárliða eða allra. Aðgangur er frír nema á þann sem haldinn verður í og í samvinnu við Geosea á Húsavík.
Hér á viðburðarsíðunni munum við fram að hátíðinni segja ykkur frá spennandi dagskrárliðum en nánari upplýsingar um viðburði, hönnuði, tónlistarfólk og dagskrána í heild sinni má finna inn á https://www.hradid.is/designthing
*með fyrirvara um breytingar og skapandi útfærslur á dagskrá
*með fyrirvara um breytingar og skapandi útfærslur á dagskrá