Skip to content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sjálfsvinsemd og endurnæring

22/02/2020 - 23/02/2020

Kemur þú fram við sjálfa þig líkt og þú værir þín besta vinkona?
Hverju myndi það breyta fyrir þig ef þú gerðir það?

Endurnærandi sjálfsvinsemdarnámskeið á Fosshótel Húsavík helgina 22. og 23. febrúar 2020.

Á þessu námskeiði gefst þér tækifæri til þess að læra aðferðir sjálfsvinsemdar, njóta slökunar í fallegu umhverfi og hlaða á batteríin. Kenndar verða aðferðir um hvernig þú getur tileinkað þér aukna sjálfsvinsemd sem eykur vellíðan í daglegu lífi.

Markmið námskeiðsins, auk þess að læra aðferðir sjálfsvinsemdar, eru að næra andann, hlúa að sjálfri sér og í raun að læra að verða sín eigin besta vinkona.

Innifalið
• Dvöl á Fosshótel Húsavík í eina nótt, frá laugardegi til sunnudags
• Morgunverðarhlaðborð
• Miðdegishressing
• Tveggja rétta kvöldverður
• Aðgangur að GeoSea sjóböðunum
• Námskeið
• Vinnubók í sjálfsvinsemd

Námskeiðið felur í sér
* Vinnustofur í sjálfsvinsemd í fámennum og góðum hópi
* Verkfæri og sjálfsvinnu
* Núvitundaræfingar og slökun

Val er um tvenns konar gistingu, í eins eða tveggja manna herbergi.

Verð 39.900 á mann fyrir gistingu í tveggja manna herbergi
Verð 45.900 á mann fyrir gistingu í einstaklingsherbergi

Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 16 konur.

Skráning í gegnum tölvupóst: ghthjalfun@gmail.com til 10. febrúar.
ATHUGIÐ að síðasta námskeið fylltist hratt.

Umsjón með námskeiðinu hafa Guðrún Arngrímsdóttir og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, eigendur og stofnendur Sjálfsræktar.

Details

Start:
22/02/2020
End:
23/02/2020
Website:
https://www.facebook.com/events/1081969445527768/

Organiser

Sjálfsrækt
View Organiser Website

Venue

Fosshótel Húsavík
Ketilsbraut 22
Húsavík, 640 Iceland
+ Google Map
Phone
464 1220
View Venue Website