Skip to content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ragga Gröndal og Árstíðir í Flugskýli Mýflugs

19/07/2019 @ 21:00 UTC+0

Ragnheiður Gröndal gaf út nýja plötu 1. mars sem ber heitið Töfrabörn og inniheldur nýjustu verk hennar. Platan var unnin í London með upptökustjóranum Gerry Diver ásamt fleiri tónlistarmönnum og ber með sér nýjan og spennandi hljóm.

Hún mun flytja blöndu af nýju og eldra efni af plötum sínum. Með henni á tónleikunum verður gítarleikarinn Guðmundur Pétursson.

Hljómsveitina Árstíðir þekkja flestir fyrir órafmagnaðann hljóðfæraleik og raddaðan söng. Í tónlist þeirra má gæta áhrif úr ólíkum áttum og hefur hljómur hljómsveitarinnar verið í stöðugri þróun síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 2009.

Síðustu árin hefur sveitin leitað út fyrir landsteinana, ferðast um gjörvalla Evrópu og komið fram á ýmsum gerðum tónleikastaða – allt frá vel sóttum tónlistarhátíðum til lestarstöðva.

Details

Date:
19/07/2019
Time:
21:00 UTC+0
Event Category:
Website:
https://www.facebook.com/events/2218766624903939/

Organiser

Lake Mývatn Concert Series
View Organiser Website

Venue

Mýflug
Reykjahlíðarflugvelli
Mývatn, 660 Iceland
+ Google Map