Skip to content

Líflegar umræður á námskeiði Húsavíkurstofu

Húsavíkurstofa stóð í gærkvöldi fyrir námskeiði fyrir erlent fólk sem starfar í ferðaþjónustu á Húsavík þar sem farið var yfir menningu og sögu svæðisins, náttúruperlur, áhugaverðar sögur og gagnlegar upplýsingar til að svara spurningum ferðafólks sem hingað kemur. Hátt í 30 manns mættu á námskeiðið og að því loknu var boðið upp á samtal um málefni ferðaþjónustunnar í bænum.

Viðburðurinn var ekki síður gagnlegur fyrir forstöðumann Húsavíkurstofu til að heyra hvað brennur á starfsfólki sem alla daga tekur á móti gestum okkar. Þátttakendur skoruðu á aðildarfyrirtæki Húsavíkurstofu og sveitarfélagið Norðurþing að sameinast um kaup á hjartastuðtæki sem staðsett væri miðsvæðis á hafnarsvæðinu. Þá var mikið rætt um bílastæðamál, möguleika á að hér á Húsavík starfaði aftur upplýsingamiðstöð yfir háannartíma ferðaþjónustu.

Starfsfólk ferðaþjónustunnar hafði margar góðar hugmyndir fyrir nýjan vef stofunnar og hefur forstöðumaður mælt sér mót við tvo aðila úr hópnum til að ræða það nánar, m.a. hvernig betur má vekja athygli á fuglaskoðun á svæðinu. Loks var spurt út í ýmis praktísk atriði, til dæmis hvernig ferðafólk getur keypt sér ferskan fisk sem landað er á Húsavík, hvort hægt væri að gera þrifaátak í bænum fyrr á vorin þegar snjóa leysir, áskoranir og tækifæri er varða vetrarferðamennskiu og almennt um stjórn og starf Húsavíkurstofu. Við þökkum frábæra mætingu og forstöðumaður mun nú fara með þessi mál til viðeigandi aðila.

ENGLISH

Yesterday, Visit Húsavík hosted a training workshop for international workers in the tourism sector in Húsavík. The workshop covered the culture and history of Húsavík, as well as useful information to help answer questions from visitors. Nearly 30 people attended the workshop, and it concluded with a discussion about various tourism-related topics.

The event was equally valuable for the director of Visit Húsavík, as it provided an opportunity to hear the concerns of the staff who interact with visitors daily. The meeting challenged the member companies of Húsavíkurstofa and the Norðurþing municipality to join forces to purchase a defibrillator to be centrally located at the harbor area. There was also extensive discussion about parking issues and the potential for reopening an information center in Húsavík during peak tourist season.

Tourism staff contributed many excellent ideas for the new website of Visit Húsavík. Orly, the director of Visit Husavik has scheduled follow-up meetings with two participants to discuss these ideas further, including ways to better promote birdwatching in the area. Practical questions were also addressed, such as how visitors can buy fresh fish landed in Húsavík, the possibility of organizing a town cleanup earlier in the spring when the snow melts, challenges and opportunities related to winter tourism, and general management and operations of Húsavíkurstofa.

We appreciate the great turnout, and the director will now bring these issues to the appropriate parties.