Skip to content

Dagskrá 12. júní

Það stefnir í ævintýralega góðan dag á Húsavík 12. júní. Bæjarbúar og gestir geta hafið daginn á kaffibolla og  skoðað sæskrímsli úr héraði sem gengur undir nafninu Mánárdýrið í Safnahúsinu, fengið sér ljúffenga máltíð og sundsprett í framhaldinu og svo slakað í hásæti  Arctic Creatures við Hvalasafnið, tekið þátt í sædýraskrímsla-grímugerð í Fab Lab Húsavíkur og notið stórbrotinnar sýningar Sæskrímslin á höfninni sem tekur um 40 mínútur. Aðgangur er ókeypis og í framhaldinu verður boðið upp á opna sirkussmiðju þar sem börn og fullorðnir geta spreytt sig í ýmis konar sirkuslistum. Eftir ferð á einn af okkar góðu veitingastöðum er tilvalið að njóta miðnæturopnunar í Sjóböðunum.

Hér má finna facebook viðburð Sæskrímslanna: Sæskrímslin á Húsavík | Facebook



Línuleg dagskrá:
09:00-18:00 Arctic Creatures í og við Hvalsafnið

10:00-17:00 Bókasafnið á Húsavík hefur í tilefni Sæskrímslanna stillt upp skrímslakosti sínum, gestum til ánægjuauka
11:00 – 17:00 Safnahúsið, heitt á könnunni, Mánárdýrið, Mannlíf og náttúra, Sjóminjasafnið og sýning Mörtu Florczyk ,,í skugganum“
15:00-17:00 Sædýraskrímsla-grímugerð í Fab Lab Húsavíkur
17:15-17:55 Sæskrímslin, á listahátíð birtast ótrúlegar kynjaverur við Húsavíkurhöfn þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki fyrir alla fjölskylduna. Á hverjum sýningarstað taka ungmenni frá staðnum þátt í flutningi verksins. Aðgangur er ókeypis
18:00 Opin sirkussmiðja þar sem börn og fullorðnir geta spreytt sig í ýmis konar sirkuslistum